Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Loftárásir á Gaza og eldflaugaárásir á Ísrael

21.04.2022 - 00:30
epa09898928 Israeli right wing activists hold the Israeli national flags in a protest against recent attacks against Jews in Jerusalem, near the old city of Jerusalem, 20 April 2022. Israeli police banned the march organizers from passing through the Damascus Gate to prevent friction between Israeli right-wing protesters and Palestinians.  EPA-EFE/ABIR SULTAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ísraelskar herþotur gerðu tvær árásir á Gaza-svæðið í kvöld. Árásunum var ætlað að bregðast við eldflaugaárásum Hamas-liða á ísraelsku borgina Sderot fyrr í dag. Hamas liðar svöruðu loftárásunum með því að skjóta fjórum flaugum að Ísrael.

Samkvæmt fréttum AFP-fréttaveitunnar af málinu ollu eldflaugarnar sem skotið var í dag engu tjóni en það var í annað sinn í þessari viku sem slíkum árásum var beint að Ísrael.

Hernaðararmur Hamas-liða, sem ráða ríkjum á Gaza skutu flugskeytum að þotum Ísraela. Ísraelsk hermálayfirvöld segja að loftvarnarbúnaður hafi stöðvað för flauganna sem skotið var að landinu nú eftir miðnættið.

Blóðugar róstur hafa staðið yfir í Ísrael og Palestínu undanfarinn mánuð. Fyrr í dag stöðvaði ísraelska lögreglan hópgöngu þjóðernissinna úr röðum gyðinga sem stefndu á inngöngu í múslimahverfi Jerúsalem-borgar. Lögregla óttaðist að til átaka gæti komið.