Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

15 milljónir látist úr Covid-19

epa09583334 A health worker (L) performs a quick Covid-19 test at a coronavirus express test point inside a metro station in Moscow, Russia, 15 November 2021. The country reported over 38,000 new Covid-19 cases in the last 24 hours.  EPA-EFE/YURI KOCHETKOV
 Mynd: EPA-EFE
Hópur sérfræðinga á vegum Alþjóða heilbrigðsstofnunarinnar, WHO, telur að um síðustu áramót hafi tala þeirra sem látist höfðu úr covid-19 verið komin í 15 milljónir.

Það eru rúmlega tvöfalt fleiri dauðsföll en kemur fram á vef John Hopkins háskólans. New York Times greinir frá þessu en skýrsla hópsins hefur ekki verið birt vegna þess að Indverjar neita að gefa upp dánartölurnar. Narendra Modi forsætisráðherra heldur því fram að 520 þúsund manns hafi orðið veirunni að bráð á Indlandi.

Sérfræðingar WHO reikna út að rúmar 4 milljónir hafi látist úr sjúkdómnum þar í landi. Til stóð að birta niðurstöðurnar í janúar en af því varð ekki. Ítrekað hefur því verið frestað að birta skýrsluna opinberlega.  New York Times hefur eftir einum sérfræðinganna að 9 af hverjum 10 dauðsföllum í Afríku hafi ekki verið rétt skráð og sex af hverjum 10 tilvikum í heiminum öllum. Núna er tala látinna samkvæmt John Hopkins háskólanum 6,2 milljónir.

Arnar Björnsson