Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Obrador þarf ekki að yfirgefa forsetastólinn

epa09882790 A handout photo made available by the Mexican Presidency showing the Mexican President, Andres Manuel Lopez Obrador as he casts his vote at a polling place in Mexico City, Mexico, 10 April 2022. The president of Mexico, Andres Manuel López Obrador, cast his vote in the consultation that will decide his continuation in office.  EPA-EFE/Presidency of Mexico HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Presidency of Mexico
Andres Manuel Lopez Obrador forseti Mexíkó þarf ekki að yfirgefa forsetastól landsins fyrr en árið 2024. Fyrstu tölur í atkvæðagreiðslu um hvort hann skuli sitja úr kjörtímabilið eða láta þegar af embætti sýna að 90 til 93 prósent þeirra sem greiddu atkvæði vilja hafa hann áfram við völd.

Hins vegar var kosningaþátttakan það lítil að niðurstaðan hefði ekki talist bindandi á hvorn veginn sem hefði farið. Aðeins 17 til 18 af hundraði mættu á kjörstað en 40 prósenta þátttöku þarf til að binda niðurstöðuna. Obrador lagði sjálfur til stjórnarskrárbreytingu um slíka atkvæðagreiðslu.

Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar sagði hann áríðandi að forseti gæti lagt störf sín í dóm kjósenda en gagnrýnendur sögðu að atkvæðagreiðslan væri kostnaðarsamt áróðursbragð af forsetans hálfu. 

Forseta Mexíkó er aðeins heimilt að sitja eitt sex ára kjörtímabil en Obrador var kjörinn 2018 og hét því að umbylta ríkjandi nýfrjálshyggjustefnu, sem væri rót spillingar, og binda enda á siðspillingu forréttindastéttar landsins.