Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Hart sótt að Macron sem þykir enn sigurstranglegastur

epaselect epa09882143 French President and candidate for re-election Emmanuel Macron waves at people before going at a polling station in the first round of the French presidential elections in Le Touquet, France, 10 April 2022. Twelve candidates are running in the first round of the French presidential elections on 10 April. The run-off is scheduled for 24 April 2022.  EPA-EFE/YOAN VALAT
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Flestir búast við sigri Emmanuels Macron í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna í dag. Heldur hefur þó dregið saman með honum og Marine Le Pen, samkvæmt skoðanakönnunum, en hún sagðist sigurviss þegar hún greiddi atkvæði í morgun.

Le Pen greiddi atkvæði snemma í morgun í heimaborg sinni Lens, í Norður-Frakklandi, og sagðist vonast til að sinni kosningabaráttu væri ekki lokið. Flestir búast við að Le Pen og Macron fái mest fylgi í fyrri umferðinni í dag og þau mætist í þeirri síðari eftir tvær vikur.

Búist er við að mjórra verði á munum en þegar þau mættust síðast 2017, en þá fékk Macron 66 prósent atkvæða. Fylgi Macrons, samkvæmt skoðanakönnunum hefur dalað síðustu vikur á meðan bæði Le Pen og Jean-Luc Mélenchon hafa sótt í sig veðrið. Undir það síðasta mældist Macron með rúm 26 prósent, Le Pen með um 22 og Mélenchon með um sextán prósent.

Þrjú efstu eiga öll góða möguleika

Margir eru því farnir að horfa til seinni umferðarinnar en það veltur töluvert á kjörsókn í dag hver það verður sem kemst þangað, en flestir spá því að góð þátttaka komi Macron betur en öðrum frambjóðendum. Um þetta er þó mikill óvissa, og hún er víða því samkvæmt Ipsos könnun sem birtist í vikunni voru 37% þeirra sem tóku þátt enn óákveðnir. Það má því segja að þessi þrjú efstu eigi öll góða möguleika á að komast áfram í seinni umferðina. 

Ný kosningabarátta eftir helgi

Velgengni þeirra tveggja sem komast í seinni umferðina veltur svo á því hvort þeim takist að tryggja sér stuðning þeirra sem heltast úr lestinni í fyrri umferðinni. Macron tókst til að mynda 2017 að tryggja sér stuðning breiðrar stjórnmálafylkingar, Front républicain, sem líkaði hvorki stefna Le Pen 2017, né föður hennar Jean-Marie Le Pen, árið 2002. Þá studdi fylkingin Jaques Chirac til endurkjörs, en engum Frakklandsforseta hefur síðan tekist að sitja lengur en eitt kjörtímabil. Það er stefna Macrons nú en alls óvíst að honum takist að tryggja sér stuðning Front républicain eða annarra andstæðinga sinna í dag, en það er lykillinn að sigrinum eftir tvær vikur. Von er á útgönguspám um klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma, og úrslit ættu að liggja fyrir þegar líða fer á kvöldið.