Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

„Úkraína á heima í Evrópufjölskyldunni“

epa09878930 A handout photo made available by Ukrainian Presidential Press Service shows EU Commission President Ursula von der Leyen (L), Ukrainian President Volodymyr Zelensky (C) and EU foreign affairs envoy Josep Borrell (R) attend their meeting in Kyiv (Kiev), Ukraine, 08 April 2022. Von der Leyen and Borrell arrived to Ukraine amidst the Russian invasion.  EPA-EFE/UKRANIAN PRESIDENTIAL PRESS SERVICE / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - UKRANIAN PRE. PRESS SERVICE
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Josepp Borell, utanríkismálastjóri sambandsins, funduðu með Volodymyr Zelensky  Úkraínuforseta í Kænugarði í gær.

Á fréttamannafundi í gærkvöld gaf von der Leyen í skyn að ef svo færi að Úkraína myndi sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu, þá yrði það afgreitt hratt og örugglega.

„Úkraína á heima í Evrópufjölskyldunni. Við höfum heyrt kröfur ykkar skýrt og greinilega og nú gefum við ykkur fyrsta jákvæða svarið,“ sagði von der Leyen.

Venjulega tekur það ríki einhver ár að komast inn, en umsókn Úkraínu - verði hún lögð fram, væri að sögn von der Leyen hægt að afgreiða innan nokkurra vikna vegna aðstæðna og þess hversu náið sambandið hefur verið að undanförnu.

Borell gaf til kynna að ESB ætlaði að veita Úkraínustjórn 500 milljónir evra til viðbótar við þann milljarð sem þegar hefur verið lagður fram til stuðnings. Borell sagðist vonast til að stuðningurinn geri Úkraínustjórn kleift að berjast og hafa betur gegn innrásarher Rússa.