Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Olíuverð lækkaði á mörkuðum í dag

07.04.2022 - 00:35
epa07538484 A flare stack at the PCK oil refinery in Schwedt, Germany, 30 April 2019. The PCK refinery provides mainly the regions of Berlin and Brandenburg with fuels, such as petrol, diesel and kerosine.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN
 Mynd: EPA-EFE
Olíuverð lækkaði um yfir fimm prósent á mörkuðum í dag. Ástæður lækkunarinnar eru meðal annars raktar til minnkandi eftirspurnar vegna viðbragða helstu banka ýmissa ríkja við vaxandi verðbólgu. Eins hafa nokkur ríki tilkynnt um að gripið verði til varabirgða olíu.

AFP-fréttaveitan greinir frá þessu. Verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í júní lækkaði um 5,2 af hundraði niður í 101,07 bandaríkjadali tunnan. Verðið á svokallaðri WTI eða West Texas Intermediate-olíu til afhendingar í maí lækkaði um 5,6 prósent. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV