Olíuverð lækkaði um yfir fimm prósent á mörkuðum í dag. Ástæður lækkunarinnar eru meðal annars raktar til minnkandi eftirspurnar vegna viðbragða helstu banka ýmissa ríkja við vaxandi verðbólgu. Eins hafa nokkur ríki tilkynnt um að gripið verði til varabirgða olíu.