Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Hugmyndasmiðir fóru hamförum — Aftökusveit og Húnabyggð

default
 Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚV
Bangsabyggð, Aftökusveit, Húnvetningabyggð, Svínavatnsþing og Húnabyggð eru meðal fjörutíu og tveggja tillagna sem bárust í hugmyndasöfnun um nafn á nýtt sameinað sveitarfélag Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps.

Flestir stungu upp á Húnabyggð

Alls sendu 88 hugmyndasmiðir hugmyndir í keppnina og voru langflestir á því að sveitarfélagið ætti að fá nafnið Húnabyggð. Undirbúningsstjórnin velur fimm til tíu nöfn sem send verða Örnefnanefnd til umsagnar. Gert er ráð fyrir að íbúar fái að kjósa um nýtt nafn samhliða sveitarstjórnarkosningum í maí. 

Hugmyndirnar sem skráðar hafa verið í stafrófsröð:

 • Aftökusveit
 • Austurríki
 • Austurþing
 • Áabyggð
 • Árbyggð
 • Ásabyggð
 • Bangsabyggð
 • Bjarnarbær
 • Björtuþing
 • Blanda
 • Blöndubær
 • Blöndudalaþing
 • Blönduós
 • Blönduósbær
 • Búrabyggð
 • Dalirnir
 • Eyvindarós
 • Húnablanda
 • Húnabyggð
 • Húnadós
 • Húnafjarðarbyggð
 • Húnafjörður
 • Húnakrútt
 • Húnaós
 • Húnasveit
 • Húnavatnsbyggð
 • Húnavatnsbyggð eystri
 • Húnavatnsþing
 • Húnaþing
 • Húnaþing eystra
 • Húnvetningabyggð
 • Jörundarbyggð
 • Kolkumýrarhreppur
 • Laxárþing
 • Norðurbyggð
 • Stóri Vatnsdalur
 • Sveinsstaðasýsla
 • Sveitarfélagið Húnafjörður
 • Svínavatnsbyggð
 • Svínavatnsþing
 • Vallaós
 • Vatnabyggð
Mynd með færslu
 Mynd: Geir Ólafsson - RÚV