Ísdrúðinn er frændi fýls og skrofu og er af svokallaðri fýlingaætt. Hann heldur til og verpir á Suðurhöfum og eyjum Suðurskautlandsins, á snjólausum klettaveggum. Hann finnur sér stundum legustað á ísjökum. Fyrir fjörutíu árum voru um 400 þúsund ísdrúðar á þessu sama svæði. Þeim hefur farið fækkandi ár frá ári. „Við fundum fjóra unga í allri byggðinni. Þegar við komum eftir óveðrið þremur dögum seinna voru þeir því miður dauður. Hún fraus í hel,“ segir Joanna Sulich líffræðingur.
Öfgar í veðri og lítið fæðuframboð
Þetta dularfulla hvarf ísdrúðans telja vísindamenn skýrast einkum af tvennu. „Það er blanda snjóbylja og lítils fæðuframboðs í hafinu,“ segir Sebastien Descamps líffræðingur. Ísdrúðinn nærist eingöngu á því sem hann finnur í hafinu - suðurhafsljósátu og öðrum litlum fiskum sem líkt og ísdrúðanum hefur farið ört fækkandi síðustu áratugi. „Ef nóg er af fituforða og orku þola fuglar hríð og vonskuveður. En ef fuglinn fer inn í fengitíma með lágt orkustig því hann finnur ekki næga fæðu þolir hann ekki kulda, vind og snjó, það er of mikið ,“ segir Descamps.
Að ári verður aftur farinn leiðangur að ísdrúðanýlendunni, og vísindamenn bíða og vonast eftir að rekast þá á ísdrúða á ferð og flugi.