Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Vind- og sólarorka 10% allrar raforku

30.03.2022 - 04:49
Mynd með færslu
 Mynd: Zephyr
Um 10% af allri raforku sem notuð var í heiminum í fyrra voru framleidd með vind- og sólarorkugjöfum og hefur það hlutfall aldrei verið hærra. Um 38% voru frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Kolabrennsla hefur einnig aukist verulega.

Þetta sýnir ný samantekt loftslagssérfræðingaráðsins Ember.

Eftirspurn eftir raforku jókst gífurlega árið 2021 þegar hagkerfi fóru að taka við sér eftir heimsfaraldurinn. Notkun sólar- og vindorku hefur tvöfaldast frá árinu 2015 þegar Parísarsáttmálinn var samþykktur.

Í Hollandi, Austurríki og Víetnam hafa orkuskiptin verið einna hröðust á síðustu tveimur árum. Í Víetnam varð jókst notkun sólarorku um 300 prósent.

Á móti kemur að um notkun raforku frá kolabrennslu jókst um 9% á síðasta ári. Hún hefur ekki aukist svo mikið síðan 1985.