Mynd: AP - RÚV

Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.
Fimm létust í skotárás í Ísrael
30.03.2022 - 01:27
Erlent · Anthony Blinken · Ísrael · Mahmod Abbas · Naftali Bennett · Palestína · skotárás · Tel Aviv
Fimm létust í skotárás í gær nærri í borginni Tel Aviv í Ísrael. Þetta er þriðja mannskæða árásin í landinu í þessari viku.
- Sjá einnig: Tveir lögreglumenn skotnir til bana í Ísrael
Árásarmaðurinn hafði samkvæmt sjónarvottum skotið á fólk á götum úti þegar hann var á keyrslu í bænum Bnei Brak. AFP-fréttaveitan hefur eftir ísraelsku lögreglunni að árásarmaðurinn hafi verið skotinn til bana á vettvangi.
Ísraelskir fjölmiðlar hafa haldið því fram að palestínskur maður beri ábyrgð á árásunum. Mahmod Abbas, forseti Palestínu, hefur fordæmt árásirnar. Hann sagði þær aðeins til að auka á togstreitu, þegar allir kjósi stöðugleika og frið.
Naftali Bennett, forsætisráðherra í Ísrael, segir árásirnar vera hryðjuverk. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur tekið undir orð hans og fordæmt árásirnar.