Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Akademían boðar formlega athugun á snoppungnum

28.03.2022 - 20:35
epaselect epa09854780 US actor Will Smith (R) swings at US actor Chris Rock during the 94th annual Academy Awards ceremony at the Dolby Theatre in Hollywood, Los Angeles, California, USA, 27 March 2022. The Oscars are presented for outstanding individual or collective efforts in filmmaking in 24 categories.  EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríska kvikmyndaakademían sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld vegna kinnhests sem leikarinn Will Smith rak grínistanum Chris Rock á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt.

Fyrr í dag kom skeyti frá Akademíunni þar sem hvers kyns ofbeldi er fordæmt. 

Nú í kvöld kom svo ítarlegri yfirlýsing þar sem Akademían fordæmir í framgöngu Smiths, sem gekk upp á svið og snoppungaði Rock eftir að sá síðarnefndi gerði grín að hárleysi Jödu Pinkett Smith, sem er eiginkona Smiths.  

Í yfirlýsingu Akademíunnar er sömuleiðis boðuð formleg athugun á málinu og ákvörðun um mögulegar afleiðingar verði teknar í kjölfarið. Ekki er farið nánar út í hvaða afleiðingar það gætu verið en sagt að málið verði meðal annars rannsakað með tilliti til þeirra laga sem gilda í Kaliforníuríki.