
Akademían boðar formlega athugun á snoppungnum
Fyrr í dag kom skeyti frá Akademíunni þar sem hvers kyns ofbeldi er fordæmt.
The Academy does not condone violence of any form.
Tonight we are delighted to celebrate our 94th Academy Awards winners, who deserve this moment of recognition from their peers and movie lovers around the world.
— The Academy (@TheAcademy) March 28, 2022
Nú í kvöld kom svo ítarlegri yfirlýsing þar sem Akademían fordæmir í framgöngu Smiths, sem gekk upp á svið og snoppungaði Rock eftir að sá síðarnefndi gerði grín að hárleysi Jödu Pinkett Smith, sem er eiginkona Smiths.
Í yfirlýsingu Akademíunnar er sömuleiðis boðuð formleg athugun á málinu og ákvörðun um mögulegar afleiðingar verði teknar í kjölfarið. Ekki er farið nánar út í hvaða afleiðingar það gætu verið en sagt að málið verði meðal annars rannsakað með tilliti til þeirra laga sem gilda í Kaliforníuríki.