Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Vill lýsa yfir neyðarástandi vegna fjölda gengjamorða

27.03.2022 - 10:56
epa09533109 Salvadoran President Nayib Bukele applauds during the launching of Volaris Airlines as the second national airline at International Airport San Oscar Arnulfo Romero in San Luis Talpa, El Salvador, 19 October 2021. Volaris, one of the most important Mexican companies, is the second airline that works with Salvador's flag and the first in the world which will accept Bitcoins, said Bukele.  EPA-EFE/Rodrigo Sura
 Mynd: EPA
Nayib Bukele forseti El Salvador hvetur þing landsins til að lýsa yfir neyðarástandi. Tugir hafa verið drepnir í átökum glæpagengja síðustu tvo daga, þar af 62 í gær.

Gengjaátök hafa færst í aukana í El Salvador að undanförnu. „Við munum ekki gefa eftir í þessu stríði gegn gengjum, og við munum ekki hvílast fyrr en þeir glæpamenn sem bera ábyrgð eru handsamaðir og færðir fyrir dóm,“ segir í færslu ríkislögreglu landsins á Twitter. 

AFP fréttastofan hefur eftir opinberum tölum að tólf hafi verið myrtir í La Libertad sýslu, níu í höfuðborginni San Salvador, níu í Ahuachapan sýslu og önnur víðsvegar um landið. 

Lögregla og her landsins handtóku í nótt nokkra leiðtoga Mara Salvatrucha, MS-13 gengisins, fyrir morð. 

Samkvæmt stjórnarskrá El Salvador er hægt að lýsa yfir neyðarástandi vegna stríðs, innrásar, uppreisnar, væringa, hamfara, faraldurs eða almenns ófriðar.  

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV