Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Neyðarlög samþykkt í El Salvador

27.03.2022 - 15:51
epa09852538 President of the Legislative Assembly, Ernesto Castro, raises his hand during an extraordinary session of the Congress in San Salvador, El Salvador, early 27 March 2022. The Assembly issued the exceptional regime after the crime wave that has left 76 people killed in the last two days, meaning the country's history record.  EPA-EFE/RODRIGO SURA
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Þingið í El Salvador samþykkti síðdegis neyðarlög í landinu að beiðni Nayib Bukele forseta landsins. Valdsvið lögreglu verður aukið og frelsi almennra borgara skert á meðan tekist er á við síaukið ofbeldi glæpasamtaka í landinu.

AFP fréttastofan hefur eftir lögreglu að bara í gær hafi 62 verið drepnir í gengjaátökum.

Nokkrir leiðtogar glæpagengisins Mara Salvatrucha salvatrútsja, MS-13, hafa verið handteknir fyrir morð, þar á meðal fjórtán morða sem talin eru tengd gengjaátökum frá því á föstudag.  

Forsetinn er með meirihlutastyrk í þinginu. Hann óskaði eftir því í morgu að þingið samþykkti neyðarlög í einn mánuð með skerðingum á frelsi. 

„Fyrir mikinn meirihluta fólks heldur lífið áfram eins og venjulega þótt ákveðnar tímabundnar lokanir hafi áhrif á sumum stöðum,“ skrifar Bukele á Twitter eftir að þingið samþykkti að lýsa yfir neyðarástandi.  

„Guðsþjónustur, íþróttaviðburðir, skólahald og fleira getur haldið áfram eins og venjulega,“ segir forsetinn, „nema þú sért í glæpagengi eða þú liggur undir grun.“

Neyðarlögin ná yfir allt landið og voru samþykkt með miklum meirihluta í þinginu. Lögin heimila meðal annars handtökur án handtökuskipunar. 

 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV