
Örplast finnst í fyrsta sinn í mannsblóði
Örplast greindist í blóði yfir 80% þátttakenda og er það vísbending um að plastmengun nái geti náð í ríkari mæli til líffæra en áður var talið.
Ekki er vitað hver áhrif örplastsins eru á blóðfrumur, en vísindamenn telja niðurstöðurnar ekki góðs viti þar sem vitað er hve skaðlega áhrif plastmengun hefur á aðrar tegundir frumna.
Plast úr flöskum og innkaupapokum
Þátttakendur í rannsókninni voru allir við góða heilsu. Örplastagnir fundust í blóð 17 af 22 þátttakendum. Helmingur örplastsins var af svokallaðri PET-tegund plasts, sem má finna til dæmis í plastflöskum. Þriðjungur örplastsins innihélt polyethylene, sem er algengt í einnota innkaupapokum.
Dick Vethaak, prófessor við Vrije háskóla, segir niðurstöðuna marka tímamót. Hún gefi tilefni til frekari rannsókna, bæði með stærra úrtak og þar sem fleiri plasttegunda verði leitað.