Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Örplast finnst í fyrsta sinn í mannsblóði

25.03.2022 - 02:24
epa08546749 A doctor handles a vial containing blood sample from a Kashmiri journalist to be tested for immunity IgG (Immunoglobulin G, a type of antibody) level at the Government Medical College in Srinagar, the summer capital of Indian Kashmir, 15 July 2020. The authorities are conducting immunity IgG level tests of anti-bodies against SARS-COV2 of Kashmiri journalists. In view of a surge in cases of coronavirus disease (COVID-19), the government has re-imposed lockdown restrictions in most parts of Srinagar and certain pockets of other districts to stop the spread of the infectious disease. COVID-19 cases and deaths in the region are witnessing an unusual spike since the past few days.  EPA-EFE/FAROOQ KHAN
 Mynd: EPA - RÚV
Vísindamenn greindu á dögunum í fyrsta sinn örplast í mannsblóði. Rannsakendur við Vrije-háskólann í Amsterdam stóðu að rannsókninni og þeir segja niðurstöðurnar áhyggjuefni.

Örplast greindist í blóði yfir 80% þátttakenda og er það vísbending um að plastmengun nái geti náð í ríkari mæli til líffæra en áður var talið.

Ekki er vitað hver áhrif örplastsins eru á blóðfrumur, en vísindamenn telja niðurstöðurnar ekki góðs viti þar sem vitað er hve skaðlega áhrif plastmengun hefur á aðrar tegundir frumna.

Plast úr flöskum og innkaupapokum

Þátttakendur í rannsókninni voru allir við góða heilsu. Örplastagnir fundust í blóð 17 af 22 þátttakendum. Helmingur örplastsins var af svokallaðri PET-tegund plasts, sem má finna til dæmis í plastflöskum. Þriðjungur örplastsins innihélt polyethylene, sem er algengt í einnota innkaupapokum.

Dick Vethaak, prófessor við Vrije háskóla, segir niðurstöðuna marka tímamót. Hún gefi tilefni til frekari rannsókna, bæði með stærra úrtak og þar sem fleiri plasttegunda verði leitað.