Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Besta glæpasaga ársins „myrk og spennuþrungin“

Mynd með færslu
 Mynd: Hið íslenska glæpafélag - Aðsent

Besta glæpasaga ársins „myrk og spennuþrungin“

25.03.2022 - 04:40

Höfundar

Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur er handhafi glæpasagnaverðlaunanna blóðdropans þetta árið. Verðlaunin hlýtur hún fyrir bók sína Farangur sem hlaut einróma lof dómnefndar.

Í umsögn dómnefndar er sagan sögð myrk og spennuþrungin. Í bókinn er sögð saga Ylfu, ungrar konu á flótta frá ofbeldisfullum sambýlismanni sínum. Á flóttanum lendir hún svo í því sem dómnefnd kallar „vægast sagt óvæntum atburðum“.

„Atburðarásin er hröð, andrúmsloftið þrungið spennu og það eru margir boltar í lofti samtímis. Sögupersónur Farangurs eru trúverðugar, áhugaverðar og aðalpersónan nýtur samúðar lesenda“ segir í umsögn dómnefndar.

Dómnefndir hrósar Ragnheiði í hástert fyrir söguna, segja hana vel skrifaða og grípandi. Sögupersónurnar þyki trúverðugar, áhugaverðar og höfundi takist að vekja samkennd lesenda með aðalpersónunni.

„Fléttan er skemmtilega óvenjuleg og við lestur leita ýmsar siðferðilegar spurningar á lesandann“ sagði dómnefnd.

Verðlaunin veitir hið íslenska glæpafélag, en verðlaunabókin er svo framlag Íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna Glerlykilsins. Farangur er önnur glæpasaga Ragnheiðar, en sú fyrri var einnig tilnefnd til verðlaunanna.