Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Rafmagnslaust í Kórahverfi og hvörfum

15.03.2022 - 01:55
Mynd með færslu
 Mynd: Kristján Þór Ingvarsson - RUV
Rafmagnslaust er í Kórahverfi og hvörfum í Kópavogi og unnið að staðsetningu bilunar að því er fram kemur á vef Veitna.

Enn eru tvær truflanir í gangi hjá Rarik - á Reykholtdalslínu í kringum Bæ í Bæjarsveit og á álmu að Brynjudal frá Reynivöllum. Á báðum stöðum er þess beðið að veður lægi svo hægt sé að leita bilunarinnar og hefja viðgerð.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV