Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Cristiana Chamorro helsti andstæðingur Ortega sakfelld

epa08814794 A boy walks in front of a mural with the image of Nicaraguan President Daniel Ortega in Managua, Nicaragua, 11 November 2020. The president of Nicaragua, Daniel Ortega, turns 75 this Wednesday, without showing signs of wanting to leave power, after almost 14 consecutive years of mandate.  EPA-EFE/Jorge Torres
 Mynd: epa
Cristiana Chamorro helsti andstæðingur Daniels Ortega forseta Níkaragva hefur verið sakfelld fyrir efnahagsbrot. Chamorro sem hefur verið í haldi frá því í júní á síðasta ári var fundin sek um peningaþvætti og fjármálaóstjórn.

AFP-fréttaveitan hefur þetta eftir Olama Hurtado frænku hennar. Chamorro var talin einna líklegust til að geta skákað Ortega í forsetakosningum sem háðar voru í landinu í nóvember en vegna handtökunnar var hún útilokuð frá framboði.

Hann hafði sigur, fjórðu kosningarnar í röð en sjö forsetaframbjóðendur en tugir stjórnarandstæðinga voru handeknir í aðdraganda kosninganna. Pedro Joaquin Chamorro og þrír starfsmenn samtaka um fjölmiðlafrelsi í Níkaragva voru sakfelld en dómur verður kveðinn upp 21. mars.

Chamorro hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu en hún er dóttir Violetu Barrios de Chamorro sem hafði betur gegn Ortega í forsetakosningum árið 1990. Hún lét af embætti 10. janúar 1997.