
Yfir 1.700.000 hafa flúið Úkraínu
Skrifstofa Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í gærkvöld að staðfestar heimildir væru fyrir því að 406 almennir borgarar hefðu þegar látið lífið vegna stríðsins og 801 særst. Fullvíst er talið að mun fleiri hafi fallið og særst en áreiðanlegar upplýsingar eru af skornum skammti.
Sjá líka: Mesti fólksflótti í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld
Samkvæmt gögnum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna hafa minnst 1.735.000 manns flúið Úkraínu frá stríðsbyrjun. Langflest flýja til Póllands í vestri þar sem rétt rúmlega ein milljón flóttamanna hefur fengið skjól. Um 180.000 hafa flúið til Ungverjalands, tæplega 130.000 til Slóvakíu, nær 83.000 til MOldóvu og tæp 80.000 til Rúmeníu en ríflega 180.000 til annarra Evrópuríkja. Þá hafa rúmlega 53.000 flúið til Rússlands.