Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Mikið tjón í eldsvoða í Grundarfirði

08.03.2022 - 23:54
Mynd með færslu
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir - RÚV
Slökkviliði Grundarfjarðar með liðsinni Slökkviliðs Snæfellsbæjar tókst í kvöld að slökkva gríðarmikinn eld sem kviknaði í verkstæðishúsi í Grundarfirði. Eldurinn kom upp á sjöunda tímanum í kvöld.

Svanur Tómasson slökkviliðsstjóri í Snæfellsbæ segir í samtali við fréttastofu að eldurinn hafi verið gríðarmikill og hann telur altjón hafa orðið. Húsið er stálgrindarhús og hýsti meðal annars þjónustuverkstæði ferðaþjónustufyrirtækis.

Innandyra eyðilagðist bíll, gríðarmikið af verkfærum og tækjum að sögn Svans en mannslíf voru ekki í hættu. Slökkviliðinu tókst að koma í veg fyrir að eldur breiddist í nærliggjandi hús, vindátt hafi hjálpað til en Svanur segir að illa hafi litið út á tímabili.

Betur hafi farið en á horfðist, eldsupptök eru ókunn en rannsókn er fram undan. 
 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV