„Þetta er í raun staðnám sem er að miklu leyti kennt í fjarnámi. Nemendur koma hingað í Fróðleiksmolann, sem er húsnæði á vegum Austurbrúar, og kennarar HR sjá um fyrirlestrana en ég kenni hinsvegar í svokölluðum dæmatímum, " segir Bjarni Þór Haraldsson verkefnisstjóri uppbyggingar háskólanáms á Austurlandi.
„Það er mikill áhugi fyrir því að koma af stað háskólanámi hér fyrir austan en þó það sé kostur að hafa öflugt atvinnulíf sem gefur möguleika á góðum tekjum þá er það líka ókostur hvað þetta varðar því góðar og stöðugar tekjur draga úr fólki að söðla um og fara í nám. Ég get bara tekið sjálfan mig sem dæmi því eftir grunnskóla fór ég beint á sjóinn og þénaði vel og það kostaði bara heilmikið átak að koma sér aftur í nám en að sjálfsögðu sé ég ekki eftir því," segir Bjarni