Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Sóttvarnar- og samkomutakmörkunum aflétt í Færeyjum

Mynd með færslu
 Mynd: Unsplash
Öllum sóttvarnar- og samkomutakmörkunum vegna COVID-19 var aflétt í Færeyjum í gær. Fólki er ekki lengur ráðlagt að fara í sýnatöku og reglur um einangrun eru afnumdar.

Heilbrigðisyfirvöld í Færeyjum álíta að tveir þriðju landsmanna hafi sýkst frá því faraldurinn skall á í mars 2020. Kringvarpið greinir frá. 

Opinberar tölur sýna að rúmlega 34 þúsund af um það 54 þúsund íbúum Færeyja hafa greinst með COVID-19 og alls hafa 778 þúsund kórónuveirupróf verið tekin.

Andlát tengd sjúkdómnum eru 28. Um það bil 93 prósent allra yfir tólf ára aldri hafa þegið eina bólusetningu, 91% aðra og tæplega 46% fengið örvunarskammt.