Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Fimm látin eftir skotárás í kirkju

01.03.2022 - 03:30
Mynd með færslu
 Mynd: CC0 - Pixabay
Fimm létu lífið í skotárás á kirkju í borginni Sacramento í bandaríska ríkinu Kalíforníu. Þrír hinna látnu eru börn undir fimmtán ára aldri auk þess sem árásarmaðurinn sjálfur er sagður liggja í valnum.

Rod Grassman talsmaður lögreglunnar í borginni segir að hinn látni sé faðir barnanna og að hann hafi tekið eigið líf eftir að hafa banað þeim. Ekki liggur fyrir á þessarri stundu hvert fimmta fórnarlambið er. Atvikið átti sér stað í gær.

Lögregla segir einskis annars leitað í tengslum við rannsóknina. „Þetta virðist vera ein birtingarmynd heimilisofbeldis,“ segir Grassman. Gavin Newsom ríkisstjóri Kaliforníu harmar atburðinn og segir hann enn eitt tilgangslaust ofbeldisverkið þar sem skotvopn koma við sögu. 
 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV