Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Ekkert ríki utan Rússlands hefur viðurkennt sjálfstæði

23.02.2022 - 06:19
epa09777440 An Ukranian serviceman checks situation on the position near the Zaytseve village not far from pro-Russian militants controlled city of Gorlivka Donetsk area, Ukraine, 21 February 2022 (made available 22 February). Russia on 21 February 2022 recognized the eastern Ukrainian self-proclaimed breakaway regions as independent states and ordered the deployment of peacekeeping troops to the Donbas, triggering an expected series of economic sanctions announcements by Western countries. The self-proclaimed Donetsk People's Republic (DNR) and Luhansk People's Republic (LNR) declared independence in 2014 amid an armed conflict in eastern Ukraine.  EPA-EFE/ALISA YAKUBOVYCH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Utanríkisráðuneyti Rússlands hvetur önnur ríki til að feta í fótspor Vladímírs Pútíns forseta og viðurkenna sjálfstæði héraðanna Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu. Vesturveldin eru sammála um að ákvörðunin sé brot á alþjóðalögum en nokkurs stuðnings gætir annars staðar frá.

Pútín greindi frá ákvörðun sinni í fyrrakvöld og skipaði hernum þegar að halda inn í héruðin tvö. 

Ekkert ríki utan Rússlands hefur viðurkennt sjálfstæði þessarra tveggja svæða, sem kölluð eru alþýðulýðveldi, en stjórnvöld í Sýrlandi og Níkaragva lýstu stuðningi við ákvörðun Pútíns í gær.

Þó fylgir ekki sögunni hvort þau ætla að ganga alla leið og viðurkenna héruðin sem sjálfstæð ríki. Ráðamenn í Suður-Ossetíu lýstu yfir stuðningi við stjórn aðskilnaðarsinna í héruðunum þegar árið 2015.

Suður-Ossetía er annað þeirra svæða sem Rússar viðurkenndu sem sjálfstætt frá Georgíu árið 2008 en þar hefur rússneskt herlið hafst við síðan. Fleiri ríki hafa lýst stuðningi við aðgerðir Pútíns.

Stjórnvöld á Kúbu saka vesturveldin um að ráðast að Rússum með áróðurstækni að vopni og fyrr í mánuðinum kröfðust Norður-Kóreumenn þess að Bandaríkjamenn létu af fjandsamlegri einangrunarstefnu sinni í garð Rússa.

Íranskir fjölmiðlar hafa líka sýnt ákvörðun Pútíns skilning og nokkurn stuðning. Indverjar hafa ekki tekið harða afstöðu í deilunni en hvetja til þess að lausn verði fundin við samningaborð.