Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Samvaxnir báru dökk gleraugu til að tryggja trúnað

21.02.2022 - 11:31
epa09765204 Primary-class students arrive during their first day of school following the easing of COVID-19 restrictions after two years at a privet girl's school in Kolkata, Eastern India, 17 February 2022. Bengal schools are taking necessary steps for prevention and control against 'Omicron' variant of SARS-CoV-2, the virus that causes COVID-19.  EPA-EFE/PIYAL ADHIKARY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Indversku tvíburabræðurnir Sohan og Mohan Singh settu upp dökk sólgleraugu til að komast hjá því að sjá hvernig hinn greiddi atkvæði í þingkosningum í norðanverðu landinu. Bræðurnir eru nítján ára og samvaxnir á mjöðmunum, því urðu þeir að fara saman inn í kjörklefann.

AFP-fréttaveitan hefur eftir Sohan að vel hafi verið staðið að skipulagi svo bræðrunum væri kleift að kjósa í borginni Amritsar í Punjab-héraði þar sem þeir búa á dvalarheimili fyrir börn og ungmenni.

Foreldrar bræðranna yfirgáfu þá skömmu eftir fæðingu en hætta var á að annar hvor þeirra lifði ekki af aðgerð til að aðskilja þá. Því var sú leið ekki farin en þeir þiggja aðeins ein vinnulaun úr hendi vinnuveitanda síns, orkuveitu Punjab-héraðs. 

Þeir komu á kjörstað klæddir litríkum, köflóttum skyrtum og með samstæða svarta vefjarhetti eða túrbana á höfði. Allir eldri en 18 ára hafa kosningarétt á Indlandi og því voru þeir Sohan og Mohan að kjósa í fyrsta sinn á ævinni.

Þegar bræðurninr gengu glaðhlakkalegir út kjörklefanum með kosningablekið á fingrum, hengdu starfsmenn kjörstaðarins blómveiga þeim um háls. Jafnframt fengu þeir skriflega staðfestingu á að þeir hefðu greitt atkvæði.