Vekja áhuga stelpna á kvikmyndagerð

Mynd: Magnús Atli Magnússon / RÚV/Landinn

Vekja áhuga stelpna á kvikmyndagerð

17.02.2022 - 15:07

Höfundar

„Ég hef svoltíð verið í leiklist en það er gaman að prófa líka að vera á bakvið myndavélina og skrifa handrit, leikstýra og svoleiðis,“ segir Birgitta Fanney Bjarnadóttir, einn nemenda á námskeiðinu Stelpur Filma sem haldið var í Reykjanesbæ á dögunum.

„Hugmyndin kemur útfrá verkefninu Stelpur rokka,“ segir Guðrún Elín Arnardóttir, verkefnastýra Stelpur Filma. „Það vantar sannarlega konur í kvikmyndagerð og þetta er mögulega leið til að fjölga þeim. Við erum að kynna alla þætti kvikmyndagerðar fyrir þessum stelpum og áhuginn er mikill,“ segir Guðrún.