Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Flýta lokun stærsta kolaorkuvers Ástralíu

17.02.2022 - 03:40
epa09680958 A general view on the coal-fired large-scale power plant Mannheim AG (GKM) in Mannheim, Germany, 12 January 2022. The German Federal Ministry for Climate Protection, Environment and Energy (BMU) is calling for immediate climate protection measures. One key point is the reform of the Renewable Energy Sources Act. To ensure that significantly more electricity is generated from wind and solar energy in the future, it is planned to increase the corresponding tender volumes. In addition, it is necessary to reconcile the expansion of wind power with the protection of species. According to the ministry, the targets set by the previous black-red-led government for this year will be missed by a wide margin, and next year will also be difficult.  EPA-EFE/RONALD WITTEK
Kolaorkuver í Mannheim í Þýskalandi. Öfugt við áströlsk stjórnvöld leggja þýsk stjórnvöld áherslu á að fækka kolaorkuverum eins hratt og auðið er og stefna að því að rafmagnsframleiðsla með kolum heyri sögunni til ekki seinna en 2038 Mynd: epa
Stjórnendur ástralska orkurisans Origin Energy tilkynntu í dag að stærsta kolaorkuveri Ástralíu verði lokað síðsumars árið 2025, sjö árum fyrr en áætlað hafði verið. Ástæðan er fyrst og fremst stóraukið framboð á ódýrri, endurnýjanlegri orku frá sólar- og vindorkuverum.

Rekstaraðilar hafa tilkynnt yfirvöldum að verinu verði lokað að liðnum lögboðnum þriggja og hálfs árs lágmarksfyrirvara og segja „hraðar breytingar“ á orkumarkaðnum hafa grafið mjög undan rekstrarhagkvæmni hins 2.880 megavatta Eraring-kolaorkuvers sem sér íbúum og fyrirtækjum Nýja Suður-Wales fyrir fimmtungi allrar raforku.

Fleiri orkufyrirtæki flýta lokun kolavera

Origin Energy er ekki fyrsta ástralska orkufyrirtækið til að flýta fyrirhugaðri lokun kolaorkuvera. EnergyAustralia tilkynnti að það muni loka Yallourn-kolaorkuveri sínu í Virginíuríki 2028, fjórum árum fyrr en ætlað var.

Og AGL, stærsti orkuframleiðandi Ástralíu hefur heitið því að flýta lokun sinna kolaorkuvera í Viktoríu og Nýja Suður Wales og hætta alfarið að brenna kolum árið 2045, þremur árum fyrr en áður var ráðgert.

Mikið kolaríki

Ástralía er fjórða mesta kolaframleiðsluríki heims og engin stendur Ástralíu á sporði í útflutningi kola. Áströlsk stjórnvöld enda verið nokkuð treg í taumi í öllu sem lýtur að takmörkunum á kolanámi, kolanotkun og kolaútflutningi í baráttunni gegn hlýnun Jarðar og uppskorið fyrir það mikla gagnrýni umhverfisverndarfólks og -samtaka.

Ástralskir neytendur - og kjósendur - virðast þó vera að knýja orkugeirann til að draga úr kolanotkun og taka upp endurnýjanlegri orkugjafa, í það minnsta til heimabrúks.

Þá má geta þess að Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur farið þess á leit við stjórnvöld í Nýja Suður Wales, þar sem Sydney er höfuðborg, að þau afturkalli heimild til að bora eftir gasi á hafsbotninum út af ströndum ríkisins. Mikil andstaða er við fyrirhugaða gasvinnslu þar, líka á meðal kjósenda Frjálslynda flokksins, sem Morrison leiðir. Gengið verður til kosninga í Ástralíu í vor.