Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Ian McDonald einn stofnenda Foreigner er látinn

Mynd með færslu
 Mynd: http://www.foreigneronline.com/

Ian McDonald einn stofnenda Foreigner er látinn

12.02.2022 - 00:35

Höfundar

Enski tónlistarmaðurinn Ian McDonald einn hugmyndasmiða framsækins rokks sjöunda og áttunda áratugarins er látinn sjötíu og fimm ára að aldri. McDonald var einn stofnenda hljómsveitanna King Crimson og Foreigner.

Max sonur tónlistarmannsins greindi frá andlátinu en banamein hans var krabbamein. McDonald lék á fjölda hljóðfæra og var einn höfunda fyrstu plötu King Crimson, In the Court of the Crimson King sem kom út árið 1969. 

McDonald fæddist 25. júní 1946 í Middlesex á Englandi. Þótt hann kæmi að stofnun King Crimson var vera hans í sveitinni stutt. Árið 1976 stofnaði hann hljómsveitina Foreigner ásamt gítarleikaranum Mick Jones og bandaríska söngvaranum Lou Gramm.