Mynd: EPA-EFE - EFE

Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.
Fimmti blaðamaðurinn myrtur í Mexíkó
11.02.2022 - 04:25
Mexíkóski blaðamaðurinn Heber Lopez Vazquez var skotinn til bana í gær. Hann er sá fimmti úr þeirri stétt sem fellur fyrir morðingja hendi í landinu það sem af er árinu.
Vazquez hélt úti fréttavefsíðunni Noticias Web í Oaxaca-ríki og myrtur þar sem hann sat í bíl sínum. Að sögn saksóknarans Arturo Calvo voru tveir vopnaðir menn handteknir á flótta af vettvangi. Hann segir ekki vitað hver fyrirskipaði að morðið skyldi framið.
Allt síðasta ár voru að minnsta kosti sjö blaða- og fréttamenn myrtir í Mexíkó en hvergi í heiminum er sú tala hærri að mati samtakanna Blaðamenn án landamæra. Mexíkó er talið blaðamönnum sérstaklega hættulegt en flest morðin eru talin tengjast umfjöllum um glæpagengi í landinu.