Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Rafmagn komið á í Dýrafirði

Ísafjörður, Orkubú vestfjarða, orkuveita, OV, rafveita, Vestfirðir
 Mynd: Jóhannes Jónsson - RUV.IS
Rafmagn er komið á í Dýrafirði eftir bilun í aðveitustöð á Skeiði laust eftir miðnættið. Flest hús í Dýrafirði eru kynt með rafmagni og því hefði getað orðið nokkuð kalt hefði rafmagnsleysið varað lengi.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Orkubús Vestfjarða. Rafmagn fór af  nokkrum húsum í Örlygshöfn í Patreksfirði síðdegis í gær. Viðgerðarmenn urðu frá að hverfa vegna ófærðar í Hafnarmúla. Leiðin verður opnuð á morgun og verður þá hafist handa við lagfæringar. 
 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV