Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Hellisheiði lokuð - Vonast til að opna á sjötta tímanum

09.02.2022 - 16:25
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Vonast er til þess að hægt verði að opna fyrir umferð yfir Hellisheiði upp úr klukkan fimm í dag. Heiðinni var lokað fyrr í dag vegna mikils snjóþunga á henni vestanverðri, við Hveradali. Að sögn starfsmanns þjónustuvers Vegagerðarinnar eru nokkrir snjóblásarar notaðir svo hægt verði að opna veginn sem fyrst. Sama vandamál leiddi til lokunar í gær. Vegurinn um Þrengslin er opin, en þar er talsverð hálka.
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV