Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Grímuskylda á almannafæri afnumin á Spáni

epa09726995 Queen Letizia of Spain (C) poses for a group photo next to Spanish Health Minister Carolina Darias (2-L), and the President of the Spanish Association Against Cancer, Ramon Reyes (R), at the 11th Forum Against Cancer held in Madrid, Spain, 04 February 2022, on the occasion of World Cancer Day.  EPA-EFE/Emilio Naranjo / POOL
 Mynd: EPA-EFE - EFE POOL
Til stendur að afnema grímuskyldu utandyra á Spáni 8. febrúar. Þar með lýkur ráðstöfun sem varað hefur frá því í seint í desember þegar omíkron-afbrigði veirunnar skall á af fullum þunga.

Carolina Darias heilbrigðisráðherra landsins gerir ráð fyrir því að ákvörðun þessa efnis verði samþykkt á ríkisstjórnarfundi næstkomandi þriðjudag. Spænsk yfirvöld komu á grímuskyldu utandyra í maí 2020 sem gilti þar til í júní á síðasta ári.

Darias segir stöðuna í faraldrinum hafa farið batnandi undanfarnar vikur. Þar vísar hún bæði til nýgengis smita og stöðunnar í sjúkrahúsinnlögnum.

Þegar hafa tilskakanir verið gerðar í nokkrum sjálfsstjórnarsvæðum Spánar, til að mynda ákváðu Katalónar að afnema kröfu um framvísun bólusetningarvottorðs á veitingastöðum, öldurhúsum og líkamsræktarstöðvum.

Útgöngubann að næturlagi verður einnig lagt af þannig að dyr næturklúbba í Katalóniu verða opnaðar að nýju 11. febrúar.

Nýgengi smita á Spáni var í hæstu hæðum eftir jólahátíðina en nú hefur dregið mjög úr. Opinberar tölur sýna að ríflega 10 milljónir hafa sýkst og 94 þúsund látist af völdum COVID-19 á Spáni sem telur um 48 milljónir íbúa.