Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Súðavíkurhlíð lokuð - snjóflóð féll á veginn

Mynd með færslu
 Mynd: Jóhannes Jónsson - RÚV
Vegurinn um Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum er lokaður vegna snjóflóða. Veginum var lokað rétt fyrir hádegi þegar lítið snjóflóð féll úr hlíðinni og á veginn. Verið er að meta aðstæður með tilliti til snjóflóðahættu.

Samkvæmt vefsíðu ofanflóðavaktar Veðurstofunnar hafa þrjú flóð fallið úr hlíðinni í dag og farið á eða yfir veginn. 

Töluvert snjóaði fyrir vestan í nótt og spáð úrkomu og hvössu veðri í kvöld, en það dregur úr vindi og ofankomu seint í nótt eða í fyrramálið.