Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Bandaríkjamenn felldu leiðtoga ISIS

03.02.2022 - 16:08
epa09725332 US President Joe Biden speaks in the Roosevelt Room of the White House in Washington, DC, USA, on 03 February 2022. Biden said Islamic State leader Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi was killed during a US counterterrorism operation in northwest Syria on the night of 02 February.  EPA-EFE/Al Drago / POOL
 Mynd: EPA-EFE - Bloomberg POOL
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, segir að bandarískt herlið hafi fjarlægt Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, leiðtoga ISIS, hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, af vígvellinum í norðvesturhluta Sýrlands í gærkvöld. Þetta hafi verið gert að hans skipun til verndar bandarísku þjóðinni og bandamönnum hennar.

Þrettán almennir borgarar, hið minnsta, þar á meðal sex börn, fórust í áhlaupi Bandaríkjamanna á hýbýli leiðtoga Íslamska ríkisins í Sýrlandi í nótt. Bandaríkjaforseti segir þetta hafa verið gert gera heiminn að öruggari stað. 

Þyrlur Bandaríkjahers sveimuðu yfir húsi Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi í tvo tíma í nótt. Al Jazeera hefur eftir bandarískum embættismanni að leiðtoginn hafi sprengt sjálfan sig og fjölskylduna þegar hann varð hersveitanna var. Herinn lenti við húsið fór inn og réði af dögum þá sem lifðu af, segir í fréttinni.

 

epa09724946 A damaged house is seen after an alleged counterterrorism operation by US Special forces in the early morning in Atma village in the northern countryside of Idlib, Syria, 03 February 2022. President Joe Biden said on 03 February that a U.S. raid in Syria killed Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi - the leader of ISIS. The Britain-based Syrian Observatory for Human Rights reported that there were 'confirmed reports of fatalities', but did not provide numbers or identities.  EPA-EFE/YAHYA NEMAH
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Þrettán, hið minnsta, fórust í áhlaupinu, þar á meðal börn og eiginkona al-al-Qurayshi. Hann tók við sem leiðtogi hryðjuverkasamtakanna árið 2019 þegar forveri hans, Abu Bakr al-Baghdadi, var ráðinn af dögum í svipuðu áhlaupi.

epa09725293 An undated handout reward poster image released by the US State Department showing Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi who US President Joe Biden reported was the target of a US military operation in Syria in Washington, DC, USA, 03 February 2022. Biden said on 03 February that a US raid in Syria killed Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi - the leader of ISIS.  EPA-EFE/US STATE DEPARTMENT / HANDOUT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY, NO SALES HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - US STATE DEPARTMENT

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu að leiðtoginn hafi verið tekinn af vígvellinum. „Í gærkvöld, eftir skipun frá mér, fjarlægðu sveitir Bandaríkjahers meiriháttar hryðjuverkaógn gagnvart heiminum, leiðtoga ISIS, Haji Adbullah,“ sagði Biden í ávarpi nú síðdegis. Þá sagði hann í tilkynningu að hann hafi fyrirskipað árásina til að vernda Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra og til að gera heiminn að öruggari stað. Engir Bandaríkjamenn fórust.