Sigur Nadal í dag var einstaklega frækinn því hann lenti 2-0 undir en tryggði sér sigurinn með því að vinna þrjú sett í röð. Medvedev vann fyrstu tvö settin 2-6 og 6-7 en Nadal svaraði með því að vinna 6-4, 6-4 og 7-5. Þessi maraþon tennisleikur varði í 5 klukkustundir og 24 mínútur og lauk ekki fyrr en komin var nótt í Melbourne eða klukkan 11 mínútur yfir eitt eftir miðnætti að staðartíma.
Hvorki Djokovic né Federer voru með í Ástralíu, Djokovic var eftirminnilega vísað úr landi og Federer er meiddur.