Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Nadal orðinn sá sigursælasti

epa09718233 Rafael Nadal of Spain celebrates with his players box after defeating Daniil Medveded of Russia in the men’s singles final at the Australian Open grand slam tennis tournament at Melbourne Park in Melbourne, Australia, 30 January 2022.  EPA-EFE/DEAN LEWINS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP

Nadal orðinn sá sigursælasti

30.01.2022 - 14:48
Spánverjinn Rafael Nadal varð í dag sigursælasti tennismaður sögunnar á stórmótum þegar hann lagði Rússann Daniil Medvedev í úrslitaleik opna ástralska mótsins. Nadal hefur nú unnið 21 sigur á stórmótunum fjórum og tók fram úr Novak Djokovic og Roger Federer sem hafa unnið 20 stórmót hvor.

Sigur Nadal í dag var einstaklega frækinn því hann lenti 2-0 undir en tryggði sér sigurinn með því að vinna þrjú sett í röð. Medvedev vann fyrstu tvö settin 2-6 og 6-7 en Nadal svaraði með því að vinna 6-4, 6-4 og 7-5. Þessi maraþon tennisleikur varði í 5 klukkustundir og 24 mínútur og lauk ekki fyrr en komin var nótt í Melbourne eða klukkan 11 mínútur yfir eitt eftir miðnætti að staðartíma.

Hvorki Djokovic né Federer voru með í Ástralíu, Djokovic var eftirminnilega vísað úr landi og Federer er meiddur.

Tengdar fréttir

Tennis

Fyrsta heimakonan í 44 ár sem vinnur opna ástralska