Barty sem er 25 ára vann leikinn í tveimur settum, 6-3 7-6 (7-2), eftir að hafa lent 5-1 undir í öðru setti. Hún fór í gegnum allt mótið án þess að tapa einu einasta setti. Barty fagnaði sigrinum undir miklum fagnaðarlátum 12 þúsund áhorfenda á Rod Laver Arena.
„Vegna ykkar var ég yfirveguð og ég gat þess vegna spilað minn besta leik. Ég þakka ykkur fyrir,“ sagði Barty við áhorfendur eftir úrslitaleikinn. Hún hefur nú unnið þrjú af risamótunum fjórum, opna franska 2019 og Wimbledon 2020.
Nadal getur orðið sá sigursælasti
Úrslitaleikurinn í karlaflokki verður á morgun en í honum mætast Spánverjinn Rafael Nadal og Rússinn Daniil Medvedev. Nadal getur þá orðið sigursælasti tenniskappi allra tíma en hann er nú jafn Serbanum Novak Djokovic og Svisslendingnum Roger Federer sem allir hafa unnið 20 risatitla.