Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Fyrsta heimakonan í 44 ár sem vinnur opna ástralska

epaselect epa09716044 Ashleigh Barty of Australia holds the Daphne Akhurst Memorial Cup after winning the Women’s singles final against Danielle Collins at the Australian Open grand slam tennis tournament, at Melbourne Park in Melbourne, Australia, 29 January 2022.  EPA-EFE/DEAN LEWINS  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP

Fyrsta heimakonan í 44 ár sem vinnur opna ástralska

29.01.2022 - 19:30
Ástralska tenniskonan Ashleigh Barty skráði nafn sitt í sögubækurnar í dag þegar hún tryggði sér meistaratitilinn á opna ástralska risamótinu með sigri á Bandaríkjakonunni Danielle Collins í úrslitaleiknum í einliðaleik. Barty er fyrsta heimakonan í 44 ár til að sigra á opna ástralska.

Barty sem er 25 ára vann leikinn í tveimur settum, 6-3 7-6 (7-2), eftir að hafa lent 5-1 undir í öðru setti. Hún fór í gegnum allt mótið án þess að tapa einu einasta setti. Barty fagnaði sigrinum undir miklum fagnaðarlátum 12 þúsund áhorfenda á Rod Laver Arena.

„Vegna ykkar var ég yfirveguð og ég gat þess vegna spilað minn besta leik. Ég þakka ykkur fyrir,“ sagði Barty við áhorfendur eftir úrslitaleikinn. Hún hefur nú unnið þrjú af risamótunum fjórum, opna franska 2019 og Wimbledon 2020.

Nadal getur orðið sá sigursælasti

Úrslitaleikurinn í karlaflokki verður á morgun en í honum mætast Spánverjinn Rafael Nadal og Rússinn Daniil Medvedev. Nadal getur þá orðið sigursælasti tenniskappi allra tíma en hann er nú jafn Serbanum Novak Djokovic og Svisslendingnum Roger Federer sem allir hafa unnið 20 risatitla.