Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

„Við ætlum lengra á næstu árum og munum gera það“

Mynd: EPA-EFE / MTI

„Við ætlum lengra á næstu árum og munum gera það“

28.01.2022 - 17:30
„Ég held það séu allir sammála um það í þessu liði að við ætlum lengra á næstu árum og við munum gera það,“ sagði Ýmir Örn Gíslason að leik loknum í dag. Ísland tapaði svekkjandi fyrir Noregi 34-33 og hafnaði því í sjötta sæti mótsins.

„Þetta er náttúrulega bara gífurlega svekkjandi ég meina, við berjumst gjörsamlega til síðasta blóðdropa í dag. Í 60 mínútur og svo tvisvar fimm. Þetta var rosalega svekkjandi og það er erfitt að ná utan um þetta en svona er þetta stundum,“ segir Ýmir.

„Ég held það sé bara svolítið okkar einkennismerki að við gefumst ekkert upp sama hvernig aðstöðu við erum í eða hvaða leikmenn eru inni á eða hverjir eru ekki á staðnum. Það eru bara 16 leikmenn í hóp, vonandi, og þeir eru bara gjörsamlega tilbúnir að gefa allt í þetta í 60 mínútur og ef það er framlening er ekki spurt tvisvar um það,“ segir hann.

Hann segir engann vafa á því að leikmenn íslenska liðsins þyrsti í meira. „Ég held það séu allir sammála um það í þessu liði að við ætlum lengra á næstu árum og við munum gera það.“

Viðtalið við Ými má sjá í spilaranum hér að ofan í heild sinni.