Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en eftir tæpar tíu mínútur höfðu Norðmenn náð þriggja stiga forystu 6-3. Íslenska liðið gerði mistök bæði í vörn og sókn og Norðmenn voru skrefi framar það sem eftir lifði fyrri hálfleiknum og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik 16-12.
Íslenska liðið kom af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og höfðu minnkað muninn í eitt mark eftir tæpar fimm mínútur 16-17. Norðmenn juku forystuna aftur í fjögur mörk en þegar seinni hálfleikur var hálfnaður minnkaði Ómar Ingi Magnússon muninn í eitt mark á ný 22-23. Það þegar tæpar 12 mínútur voru eftir var Ómar Ingi aftur á ferðinni og jafnaði metin fyrir Ísland 24-24 og við tók æsispennandi lokakafli.
Þegar tvær og hálf mínúta var eftir var staðan 26-26 og íslenska liðið í sókn. Elvar Örn Jónsson kom íslenska liðinu í forystu en Norðmenn svöruðu um leið 27-27. Þegar 39 sekúndur voru eftir var íslenska liðið í sókn og enn allt jafnt. Sú sókn fór hins vegar forgörðum og norska liðið fór í sókn þegar 18 sekúndur voru eftir. Norðmenn misstu boltann og Elvar lét vaða á yfir allan völlinn, og
Þegar tvær og hálf mínúta var eftir var staðan 26-26 og íslenska liðið í sókn. Elvar Örn Jónsson kom íslenska liðinu í forystu en Norðmenn svöruðu um leið 27-27. Þegar 39 sekúndur voru eftir var íslenska liðið í sókn og enn allt jafnt. Sú sókn fór hins vegar forgörðum og norska liðið fór í sókn þegar 18 sekúndur voru eftir. Norðmenn misstu boltann og Elvar Örn Jónsson lét vaða á yfir allan völlinn en hitti ekki á markið og leiktíminn rann út.
Því fór leikurinn í framlengingu. Eftir fyrri hlutann var enn allt jafnt 30-30. Liðin skiptust svo á að skora en þegar tæpar tvær mínútur voru eftir fengu Norðmenn vítakast og Sander Sagosen skoraði og Norðmenn þá einu marki yfir 32-33. Janus Daði jafnaði metin um leið, en Norðmenn fengu aukakast þegar 6 sekúndur voru eftir og tókst að skora á lokasekúndu framlengingarinnar og unnu að lokum 33-34.
Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í íslenska liðinu með 10 mörk, Janus Daði Smárason gerði átta mörk og Elvar Örn Jónsson sex.