Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Bolsonaro hyggur á Rússlandsheimsókn í febrúar

epa07613377 Brazilian President Jair Bolsonaro takes part in the signing of the National Policy of Regional Development Decree, in Brasilia, Brazil, 30 May 2019.  EPA-EFE/Joedson Alves
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Jair Bolsonaro Brasilíuforseti hyggst þiggja heimboð til Rússlands undir lok febrúar. Hann kynnti þessa fyrirætlan sína fyrir stuðningsmönnum sínum í gær.

Bolsonaro greindi frá því í desember að hann hefði þegið heimboð Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Á mánudaginn var greindi Hamilton Mourao varaforseti frá því að heimsókn forsetans til Rússland kynni að frestast vegna Úkraínudeilunnar.

Bolsonaro segir markmið ferðarinnar vera að auka skilning milli ráðamanna og ekki síður efling viðskiptatengsla ríkjanna. Mjög köldu andar milli Rússa og vestrænna ríkja en stjórnvöld í Moskvu þvertaka fyrir allar fyrirætlanir um innrás í Úkraínu. 

Samskipti ríkisstjórnar Bolsonaro við Bandaríkin hafa sömuleiðis orðið stirðari undanfarið ár, eftir að Donald Trump yfirgaf forsetastólinn. Brasilíuforseti sagði fyrr í janúar að hann vissi af spennunni milli Rússlands og Úkraínu en það væri ekki ætlun hans að auka á hana. Hann ætlaði sér fyrst og fremst að ræða viðskipti. 

AFP-fréttaveitan greinir frá því að hvorki hafi endanlegar dagsetningar verið ákveðnar né dagskrá heimsóknarinnar utan þess að Bolsonaro kemur við í Ungverjalandi og hittir þar Viktor Orban forsætisráðherra.