Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Bandaríkjaforseti ítrekar stuðning við Úkraínu

epa08809904 (FILE) Ukraine's President Volodymyr Zelensky ahead of a meeting with British Prime Minister Boris Johnson in 10 Downing Street, Central London, Britain, 08 October 2020 (reissued 09 November 2020). According to reports on 09 November 2020, Ukraine's President Volodymyr Zelenskyannounced on his Facebook page that he has tested positive for coronavirus.  EPA-EFE/WILL OLIVER / POOL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Joe Biden Bandaríkjaforseti heitir Úkraínumönnum fullum stuðningi í ágreiningi við Rússa. Þetta kom fram í símtali Bidens til Volodymyrs Zelensky Úkraínuforseta í dag. Bandaríkin hafa farið fram á fund í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á mánudag.

Í tilkynningu frá Hvíta húsinu kemur fram að Biden hefði staðfest þann vilja Bandaríkjastjórnar og bandamanna hennar að bregðast við af fullum þunga, ákvæðu Rússar að ráðast til atlögu gegn Úkraínu.

Sömuleiðis lagði Bandaríkjaforseti þunga áherslu á mikilvægi þess að verja fullveldi ríkisins og ráð þess yfir eigin landsvæði. Jafnframt greindi Biden Zelensky frá því að Bandaríkjastjórn hygðist finna leiðir til að gæta þjóðhagslegs stuðnings við Úkraínumenn.

Hann hét því jafnframt að engir samningar yrðu gerðir um málefni Úkraínu án aðkomu þarlendra stjórnvalda. Zelensky staðfesti það á Twitter og kvaðst einnig hafa þakkað Biden fyrir vopnasendingar til landsins. 

Bandaríkjastjórn hefur farið fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á opnum fundi næstkomandi mánudag. Í yfirlýsingu Lindu Thomas-Greenfield fulltrúa Bandaríkjanna hjá SÞ segir að brýnt sé að leysa Úkraínudeiluna við samningaborð. 

Hins vegar þurfi öryggisráðið að ræða þá stöðu að 100 þúsund rússneskir hermenn séu við landamæri Úkraínu sem ásamt öðrum ógnandi tilburðum Rússa í garð Úkraínumanna sé ógn við heimsfrið og öryggi. Sömuleiðis segir hún athæfi Rússa brjóta í bága við sáttmála Sameinuðu þjóðanna.