Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Met­fjöldi skemmtiferðaskipa til Akureyrar í sumar

27.01.2022 - 11:15
Mynd með færslu
 Mynd: Þórný Barðadóttir
Búist við að metfjöldi ferðamanna komi til Akureyrar með skemmtiferðaskipum í sumar. 200 þúsund ferðamenn hafa boðað komu sína með um 200 skipum. Hafnarstjórinn segir spennandi tíma í vændum.

Góð staða eftir erfiðan tíma

Pétur Ólafsson, hafnarstjóra Hafnasamlags Norðurlands segir von á met sumri á Akureyri. Eins og staðan er núna þá lítur þetta bara mjög vel út. „Nú virðist sem covid sé aðeins á undanhaldi og menn eru bara býsna bjartsýnir fyrir sumarið og bókanir eru mjög góðar. Síðustu ár hafa verið mjög sérstök og skýtin og erfið í raun. 

Met sumar ef allt gengur eftir

Sumarið 2020 kom ekkert skemmtiferðaskip til Akureyrar og aðeins eitt lítið skip til Grímseyjar og Hríseyjar. Sumarið í fyrra var öllu skárra og þá kom töluverður fjöldi minni skipa. Pétur reiknar með að það breytist í sumar. „Já ég hef trú á því að stærri skipin fari að láta sjá sig aftur,“ segir Pétur.

Sérðu fyrir þér að þetta verði bara svipað sumar og fyrir faraldurinn?

„Ef að engar afbókanir verða þá verður það jafnvel aðeins betra.“

Og bara það stærsta sem þið hafið séð?

„Já,já, það verður það.“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV