Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Metfjöldi smita en hægjast virðist á útbreiðslu omíkron

epaselect epa09708429 A health worker wearing protective gear gestures to the photographer before conducting a Covid-19 test in a hotel, inside the Olympics Covid-19 'bubble', in Beijing, China, 25 January 2022. Beijing, the host city of the 2022 Winter Olympics, after detecting its first locally transmitted case of the Omicron COVID-19 variant on 15 January, has been reporting the rise of COVID-19 cases in the capital. The Beijing 2022 Winter Olympics is scheduled to start on 04 February.  EPA-EFE/ROMAN PILIPEY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Omíkron er nú orðið ráðandi um víða veröld og því metur Alþjóðheilbrigðisstofnunin (WHO) áhættuna af því enn mikla en svo virðist sem hægt hafi á útbreiðslunni. Enn meira smitandi gerð omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar hefur orðið vart í meira en 40 löndum.

Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar telja að ekki þurfi að hafa verulegar áhyggjur af gerðinni sem auðkennd er sem BA.2. Þar á bæ er þó fylgst grannt með útbreiðslu þeirrar gerðar.

Hvorki hafa tilkynningar borist um að fólk veikist meira né um breytingu á áhrifum bóluefna. Omíkron eykur enn hlutdeild sína og reiknast stofnunni til að 89% nýrra smita sé af völdum þess.

Dregið hefur úr smitum af völdum delta-afbrigðisins sem nú má kenna um 10,7% smita. Tilfelli annarra afbrigða, alfa, beta og gamma eru orðin mjög fá.

Í vikulegri samantekt stofnunarinnar segir þó að áhætta vegna omíkron-afbrigðsins sé þó enn mikil á heimsvísu en metfjöldi nýrra smita greindist í liðinni viku. Þá var tilkynnt um yfir 21 milljón smita sem er það mesta frá því faraldurinn skall á en hlutfallsleg fjölgun tilfella er þó minni en var í vikunni áður.

Þá fjölgaði smitum um tuttugu prósent en um fimm prósent milli þeirrar viku og síðustu. Næstum fimmtíu þúsund létust af völdum COVID-19 í vikunni sem er svipað og var í vikunni á undan.

Greina má fækkun sýkinga nú í þeim löndum þar sem tilfellum fjölgaði mjög af völdum omíkron í nóvember og desember síðastliðinn að því er fram  kemur í samantekt heilbrigðisstofnunarinnar.