Skipverjinn sem leitað var að á sundunum utan Reykjavíkur fannst á öðrum tímanum í dag. Umfangsmikil leit hófst í hádeginu en í morgun fannst bátur strandaður við Engey. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni en von er á tilkynningu frá lögreglu síðar í dag.