Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Leit lokið eftir að maðurinn fannst

26.01.2022 - 13:12
TF-GRÓ, þyrla Landhelgisgæslunnar, kemur inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli í sumarveðri 10. júlí 2021
 Mynd: Ingólfur Bjarni Sigfússon - RÚV
Skipverjinn sem leitað var að á sundunum utan Reykjavíkur fannst á öðrum tímanum í dag. Umfangsmikil leit hófst í hádeginu en í morgun fannst bátur strandaður við Engey. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni en von er á tilkynningu frá lögreglu síðar í dag.

Umfangsmikil leit hófst fljótlega eftir hádegi en ábending barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í morgun um að bátur væri strandaður við Engey. Talið var að einn væri um borð í bátnum en þegar björgunarskip kom á staðinn kom í ljós að báturinn var mannlaus. Þyrla landhelgisgæslunnar hóf strax leit og sjóbjörgunarbátar frá björgunarsveitum á Kjalarnesi, Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði sömuleiðis. Alls tóku um 20 björgunarsveitarmenn þátt í leitinni. 

Uppfært klukkan 14:05.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV