Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

EM í dag: Úrslitin ráðast í milliriðli II

epa09700862 Sander Sagosen of Norway (C) in action against Fabian Wiede (L) and Tobias Reichmann (R) of Germany during the Men's European Handball Championship main round match between Germany and Norway in Bratislava, Slovakia, 21 January 2022.  EPA-EFE/MARTIN DIVISEK
 Mynd: EPA-EFE - EPA

EM í dag: Úrslitin ráðast í milliriðli II

25.01.2022 - 07:00
Það ræðst í dag hvaða lið það verða sem komast í undanúrslit Evrópumóts karlalandsliða í handbolta, úr milliriðli II sem leikinn er í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu. Lokaumferð riðilsins er leikin í dag og verða allir þrír leikir dagsins sýndir á rásum RÚV.

Noregur, Svíþjóð og Spánn berjast um tvö efstu sætin í riðlinum og þar með sæti í undanúrslitum. Noregi nægir stig gegn Svíþjóð til að komast í undanúrslit en Svíar verða að vinna Norðmenn og það sem stærst. Skörð eru hoggin í lið Svía því markvörðurinn öflugi Andreas Palicka er úr leik.

Spánn mætir Póllandi, neðsta liði riðilsins og getur með sigri í þeim leik tryggt sér sæti í undanúrslitum. Þar sem leikur Spánar og Póllands í dag er fyrsti leikur dagsins, gæti það orðið þannig að Spánn tryggi sig áfram um miðjan dag og Svíþjóð og Noregur spili því hreinan úrslitaleik í kvöld um að fylgja Spáni upp úr riðlinum í undanúrslitin.

Leikir dagsins

14:30  Pólland - Spánn
17:00  Þýskaland - Rússland
19:30  Svíþjóð - Noregur

Sæti Lið Sigrar Jafntefli Töp Markamunur Stig
1. Noregur 3 0 1 +19 6
2. Svíþjóð 3 0 1 +16 6
3. Spánn 3 0 1 +7 6
4. Rússland 1 1 2 -6 3
5. Þýskaland 1 0 3 -8 2
6. Pólland 0 1 3 -28 1