Noregur, Svíþjóð og Spánn berjast um tvö efstu sætin í riðlinum og þar með sæti í undanúrslitum. Noregi nægir stig gegn Svíþjóð til að komast í undanúrslit en Svíar verða að vinna Norðmenn og það sem stærst. Skörð eru hoggin í lið Svía því markvörðurinn öflugi Andreas Palicka er úr leik.
Spánn mætir Póllandi, neðsta liði riðilsins og getur með sigri í þeim leik tryggt sér sæti í undanúrslitum. Þar sem leikur Spánar og Póllands í dag er fyrsti leikur dagsins, gæti það orðið þannig að Spánn tryggi sig áfram um miðjan dag og Svíþjóð og Noregur spili því hreinan úrslitaleik í kvöld um að fylgja Spáni upp úr riðlinum í undanúrslitin.
Leikir dagsins
14:30 Pólland - Spánn
17:00 Þýskaland - Rússland
19:30 Svíþjóð - Noregur
Sæti | Lið | Sigrar | Jafntefli | Töp | Markamunur | Stig |
1. | Noregur | 3 | 0 | 1 | +19 | 6 |
2. | Svíþjóð | 3 | 0 | 1 | +16 | 6 |
3. | Spánn | 3 | 0 | 1 | +7 | 6 |
4. | Rússland | 1 | 1 | 2 | -6 | 3 |
5. | Þýskaland | 1 | 0 | 3 | -8 | 2 |
6. | Pólland | 0 | 1 | 3 | -28 | 1 |