Aðdáendur telja fjarveru Önu de Armas vera vörusvik

epa07527760 (FILE) - Cuban actress Ana de Armas poses during the photocall for 'Hands of Stone' at the 69th annual Cannes Film Festival, in Cannes, France, 16 May 2016 (reissued 25 April 2019). According to media reports, Ana de Armas, 30, might star in the 25th James Bond film as a new Bond girl.  EPA-EFE/JULIEN WARNAND
 Mynd: EPA - RÚV

Aðdáendur telja fjarveru Önu de Armas vera vörusvik

23.01.2022 - 10:44

Höfundar

Tveir aðdáendur leikkonunnar Önu de Armas, sem lék meðal annars í síðustu Bond-kvikmyndinni, hafa stefnt bandaríska kvikmyndaverinu Universal fyrir vörusvik vegna kvikmyndarinnar Yesterday. De Armas bregður fyrir í stiklu myndarinnar en þegar hún var frumsýnd kom í ljós að atriðin með henni höfðu verið klippt út.

BBC greinir frá.

Aðdáendurnir krefja Universal um 5 milljónir dollara fyrir hönd allra aðdáenda de Armas. Þeir telja kvikmyndaverið hafa nýtt sér „frægð og útgeislun“ leikkonunnar til að auglýsa myndina.

Yesterday segir frá manni sem vaknar eftir höfuðhögg og uppgötvar að hann er eini jarðarbúinn sem man eftir Bítlunum.  Ana de Armas átti að leika konu sem aðalpersónan verður ástfangin af en atriðin með henni voru klippt út þar sem áhorfendur voru ekki hrifnir af þeim söguþræði. 

Richard Curtis, sem skrifaði handrit myndarinnar, sagði það hafa verið mjög sársaukafulla ákvörðun að klippa burt atriðin með leikkonunni því hún hefði verið algjörlega frábær í hlutverki sínu.