Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Fyrsta hergagnasendingin komin til Úkraínu

22.01.2022 - 14:30
epa09649518 Ukrainian reservists attend a military exercise at a training ground near Kiev, Ukraine, 18 December 2021 (issued 19 December 2021). According to a survey conducted by the Kiev International Institute of Sociology (KIIS) in December 2021 and published on 17 December 2021, the 50,2 percent of Ukrainians said they would resist in case of a Russian military intervention into their city, town or village. Every third respondent to the poll, the 33,3 percent, said they were ready to engage in armed resistance while the 21.7 percent said they were ready to participate in civil resistance actions . The US and Ukraine have accused Russia of amassing tens of thousands of troops along the Ukrainian border in preparation for a possible attack. Tensions with Russia have pushed many Ukrainians to sign up to territorial defense units.  EPA-EFE/SERGEY DOLZHENKO
Úkraínskir þjóðvarðliðar á æfingu Mynd: epa
Um níutíu tonn af bandarískum hergögnum komu til Úkraínu í dag. Þetta er fyrsta slíka sending Bandaríkjastjórnar, sem hefur samþykkt að aðstoða úkraínska herinn og sjá honum fyrir vopnum.

Þungar áhyggjur

Deilan á landamærum Úkraínu heldur áfram að stigmagnast. Úkraína, Evrópusambandið og Bandaríkin hafa lýst þungum áhyggjum af hernaðaruppbyggingu Rússa nærri landamærunum síðustu mánuði.

Vesturlönd hafa ítrekað lýst áhyggjum af því að innrás gæti verið yfirvofandi. Því hafa Rússar alfarið neitað og krafist þess að Vesturlönd komi meðal annars í veg fyrir að Úkraína gangi í Atlantshafsbandalagið. 

Milljarða virði

Nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum hafa verið til umræðu og erindrekar fjölda ríkja hafa hitt bæði Rússa og Úkraínumenn í von um að leysa út spennunni.

Joe Biden Bandaríkjaforseti samþykkti í desember að senda um 200 milljóna dala virði af hergögnum til Úkraínu, andvirði um 25 milljarða króna. Sendiráð Bandaríkjanna í Kænugarði sagði í dag að þessi fyrsta sending sé merki um vilja Bandaríkjamanna til þess að standa vörð um sjálfstæði Úkraínu og rétt landsins til að verja sig.

„Bandaríkin munu halda áfram að styðja úkraínska herinn með þessum hætti svo hann geti staðið vörð um landsvæði og sjálfstæði landsins nú þegar landið stendur frammi fyrir rússneskri ógn,“ sagði í færslu sendiráðsins á Facebook.
Rússar hafa áður innlimað hluta Úkraínu. Það gerðu þeir árið 2014 þegar þeir innlimuðu Krímskaga.

Þórgnýr Einar Albertsson