Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Danir lofsyngja íslenska liðið eftir sigur á Frökkum

epa09702689 Ymir Gislason (L) and Ellidi Vidarsson (R) of Iceland in action against Aymeric Minne (C) of France during the Men's European Handball Championship main round match between  France and Iceland at the MVM Dome in Budapest, Hungary, 22 January 2022.  EPA-EFE/Zsolt Szigetvary HUNGARY OUT
 Mynd: EPA-EFE - MTI

Danir lofsyngja íslenska liðið eftir sigur á Frökkum

22.01.2022 - 19:00
Danskir fjölmiðlar fjalla ítarlega um frammistöðu Íslands gegn Frökkum á Evrópumótinu í handbolta þar sem liðið mætti til leiks án 8 af reyndustu leikmönnum liðsins. „Eitt það ótrúlegasta sem ég hef séð,“ sagði sérfræðingur TV.

8 leikmenn vantaði í íslenska liðið þegar það mætti nánast fullskipuðu liði Frakklands. Ólympíumeistararnir áttu engin svör við kraftmiklum Íslendingum sem keyrðu nánast yfir franska liðið.   

„Það voru ekki margir sem reiknuðu með sigri Íslands á móti Frakklandi eftir allt sem á undan er gengið,“ segir í umfjöllun TV2.  „Þetta er eitt það ótrúlegasta sem ég hef séð,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2.

„Þrátt fyrir að aðeins fjórtán leikmenn hafi getað tekið þátt í leiknum vegna COVID-19 voru það ólympíumeistarar Frakklands sem voru niðurlægðir,“ segir Politiken. Í marki liðsins hafi staðið GOG-leikmaðurinn Viktor Gísli og Ómar Ingi Magnússon hafi stýrt sóknarleiknum af stakri snilld.

Aðrir miðlar nýta frétt frá fréttaveitunni Ritzau þar sem Ólympíumeistaranir eru sagðir hafa verið niðurlægðir af B-liði Íslands.