Ísland spilar í milliriðli 1 og fær hvíldardag í dag en í milliriðli tvö eru Rússland, Svíþjóð, Þýskaland, Spánn, Pólland og Noregur.
Klukkan 14:30: Spánn - Rússland
Klukkan 17:00: Pólland - Svíþjóð
Klukkan 19:30: Þýskaland - Noregur
Fyrsti leikur dagsins er viðureign Rússlands og Spánar. Hún hefst klukkan 14:30 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Rússar mættu Svíum í gær og máttu þola 29-23 tap en Spánverjar höfðu hins vegar betur gegn nærri nýju þýsku liðið Alfreðs Gíslasonar en Þjóðverjar hafa verið að glíma við smit í sínum herbúðum.
Klukkan 17 mætast lið Póllands og Svíþjóðar í beinni útsendingu á RÚV 2. Svíar unnu eins og áður sagði Rússa í fyrsta leik sínum í milliriðli en Pólverjar töpuðu stórt fyrir Noregi.
Þriðji og síðasti leikur dagsins er svo viðureign Þýskalands og Noregs en bæði lið erum tvö stig í milliriðlinum fyrir leikinn. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV 2 og hefst klukkan 19:30.