Þórhalla Arnardóttir kennari var stödd í Kraká með hóp af nemendum úr Verslunarskóla Íslands þegar maðurinn hennar hringdi og tilkynnti henni að bróðir hennar, Örvar Arnarson fallhlífarstökkvari, hefði látist í hræðilegu slysi. Þórhalla er gestur Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur í þættinum Okkar á milli í kvöld. Hún segir frá bróður sínum og þessum örlagaríka degi þegar hún missti hann.