Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sendu raforkuframleiðendum neyðarkall

20.01.2022 - 06:37
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Raforkuframleiðendum hér á landi barst í vikunni neyðarkall frá Orkustofnun og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, vegna yfirvofandi orkuskorts og mögulegri afhendingu raforku frá fyrsta febrúar til fyrsta júní.

Morgunblaðið greinir frá. Þar segir að Orkustofnun hafi kallað eftir upplýsingum um framleiðslugetu raforkuframleiðenda og hvort þeir geti brugðist við yfirvofandi orkuskorti, „svo að komast megi hjá að rafkyntar hitaveitur á köldum svæðum þurfi að nota olíu í stað umhverfisvænnar raforku,“ segir í bréfi stofnunarinnar, sem Morgunblaðið hefur í sínum fórum.

Er þetta ákall sagt nýjasta dæmið um þann raforkuskort sem borið hefur á upp á síðkastið og lýsir sér meðal annars í því að afending raforku til loðnubræðslna, ál- og gagnavera og annarra stórnotenda hefur verið skert.