Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Oddvitaslagur hjá VG í Reykjavík

Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
 Mynd: RÚV
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og oddviti flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum, fær samkeppni um leiðtogasætið í kosningunum í vor, því varaborgarfulltrúinn Elín Oddný Sigurðardóttir sækist líka eftir fyrsta sætinu.

Líf tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða fram krafta sína á nýjaleik sem leiðtogi VG þegar kosið verður til borgarstjórnar borginni í maí.

Morgunblaðið greinir svo frá því í dag, að Elín Oddný, sem hefur verið varaformaður velferðarráðs borgarinnar og fulltrúi í skóla- og frístundaráði og menningar-, íþrótta- og tómstundaráði, hafi ákveðið að etja kappi við L'if um oddvitasætið.

VG í Reykjavík ákvað á mánudag að notast við prófkjör til að velja þrjá efstu frambjóðendur á lista flokksins í vor.